Samningur hefur verið undirritaður milli Landic Property og Tekk Company og Natuzzi um leigu á 2700 fermetrum af verslunarhúsnæði í Holtagörðum. Um er að ræða stóran hluta af annarri hæð hússins.

Verslanirnar  Tekk-Company og Natuzzi munu flytja í húsnæði í Holtagörðum segir í tilkynningu. Stefnt er að opnun verslananna um miðjan maí. Undanfarið hefur verið unnið að breytingum á annarri hæð Holtagarða. Eftir breytingarnar mun önnur hæð hússins samtals 7000 fermetrar samanstanda af verslunum með húsgögn og húsbúnað.

Örn V. Kjartansson framkvæmdastjóri Landic Ísland segir í tilkynningu: „Það er mjög ánægjulegt fyrir Landic að fá jafn vinsælar húsgagnaverslanir og Tekk Company og Natuzzi inn í Holtagarða. Þessar verslanir eru kærkomin viðbót við þá fjölbreyttu þjónustu sem nú þegar er í boði í Holtagörðum.“

Eyþór Kolbeinsson eigandi Tekk Company og Natuzzi segir í tilkynningu: "Við erum spennt að flytja verslanir okkar í Holtagarða þar sem sameinast glæsilegt verslunarrými og góð staðsetning. Við flutninginn mun sýningarrými verslananna stækka verulega og með því aukum við þjónustuna við viðskiptavini okkar. Eins og áður liggur metnaður okkar í að bjóða viðskiptavinum okkar upp á góða þjónustu og fjölbreytt vöruúrval.