Gríðarlegur halli á fjárlögum Bandaríkjanna er helsta ógn efnahagslífsins, að mati 47 hagfræðinga sem sitja í Samtökum viðskiptahagfræðinga (e. National Association for Business Economics) í Bandaríkjunum. Hallinn á þessu ári er metinn á 14 billjónir dala, samanborið við um 1,1 billjón dala í síðustu könnun sem gerð var í nóvember.

Mikill halli á ríkissjóði veldur því samtökunum meiri áhyggjum en atvinnuleysi í landinu og hætta á verðbólgu eða veðhjöðnun. Reuters greinir frá í dag. Demókratar og repúblikanar hafa tekist á um fjárlög ríkisins á fulltrúardeildarþinginu. Repúblikanar telja að skera þurfi hraðar niður en áætlanir gera ráð fyrir.

Þá kemur fram í niðurstöðum í skoðanakönnun meðal meðlima samtakanna að flestir þeirra telja að aðgerðir Seðlabanka Bandaríkjanna með kaupum á skuldabréfum hafi lítil áhrif. Í nóvember töldu margir að aðgerðirnar gætu leitt til aukinnar verðbólgu.