Guðmundur Arnar Guðmundsson nýr formaður ÍMARK
Guðmundur Arnar Guðmundsson nýr formaður ÍMARK
Icelandair telur að Guðmundur Arnar Guðmundsson, fyrrv. verkefnastjóri í markaðsdeild Icelandair, hafi brotið á samstarfssamning sínum hjá félaginu. Guðmundur Arnar var nýlega ráðinn sem markaðsstjóri hjá WOW Air og í gær kom fram í tilkynningu frá WOW Air að Guðmundur Arnar hefði þegar hafið störf þar.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, sendi starfsmönnum á markaðssviði og söluskrifstofum félagsins erlendis fyrr í dag. Viðskiptablaðið hefur tölvupóstinn undir höndum.

„Hér er um brot á samstarfssamningi að ræða þ.s. Guðmundur Arnar var ekki búinn að ganga frá starfslokum við Icelandair,“ segir í fyrrnefndum tölvupóst.

„Erfiðlega hefur gengið að ná í Guðmund Arnar þrátt fyrir ítrekaðar til tilraunir og er framkoma hans lítilsvirðing gagnvart fyrrverandi vinnuveitanda og samstarfélögum. Fyrirtækið lítur málið alvarlegum augum og hefur áframsent til lögfræðisviðs Icelandair Group. Fyrirtækið gerir ekki athugasemdir við hvaða starfsvettvang eða vinnuveitanda fólk velur sér en tekur brot á samningum alvarlega.“