*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 6. september 2017 11:01

Telja orð ráðherra gefa fyrirheit um kjarabætur

BHM túlkar það svo að í orðum fjármála- og efnahagsráðherra felist fyrirheit um kjarabætur handa félagsmönnum aðildarfélaganna.

Ritstjórn
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði í gær til blaðamannafundar í tilefni af komandi kjaraviðræðum.
Eva Björk Ægisdóttir

Fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannesson, boðaði í gær til blaðamannafundar í tilefni af komandi kjaraviðræðum sautján aðildarfélaga BHM við ríkið. Kjarasamningar félaganna eru lausir eftir að gildistími gerðardóms frá 2015 rann út um síðustu mánaðamót. Á blaðamannafundinum sagði ráðherra meðal annars að árangur í ríkisrekstrinum byggði á því að ríkið gæti laðað til sín og haldið í hæft starfsfólk. Í komandi viðræðum myndi ríkisvaldið leggja áherslu á að hlusta og vinna með viðsemjendum sínum að því sameiginlega markmiði að ríkið geti boðið samkeppnishæf kjör. 

BHM fagnar þessum orðum ráðherrans og lítur svo á að í þeim felist: „fyrirheit um kjarabætur til handa félagsmönnum aðildarfélaganna. Einnig gefa orð ráðherrans von um að í komandi viðræðum verði ítarlega fjallað um ýmsar sérkröfur aðildarfélaganna sem þau hafa lengi beðið eftir að fá ræddar við samningaborðið. Bandalagið leggur áherslu á að samningsréttur aðildarfélaganna verði virtur og að gengið verði til kjaraviðræðna við þau af fullum þunga,“ segir í tilkynningu frá BHM. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is