*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 16. ágúst 2017 18:37

Telja samsæri eiga sér stað í Þýskalandi

Ryanair hefur lagt fram alvarlegar ásakanir á hendur þýskum stjórnvöldum og Lufthansa.

Ritstjórn
epa

Stjórnendur írska lágfargjaldaflugfélagsins Ryanair, hafa sakað þýska flugfélagið Lufthasa og þýsk stjórnvöld um samsæri vegna viðræðna þýska félagsins um kaup á vélum Air Berlin. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Lufthansa á í viðræðum um að festa kaup á vélum Air Berlin sem óskaði eftir greiðslustöðvun í gær. Á sama tíma tíma halda flugvélar Air Berlin áfram starfsemi þar sem félagið fékk 150 milljóna evra lán frá þýskum stjórnvöldum.

Segir Ryanair að augljóst samsæri sé að eiga sér stað milli þýskra stjórnvalda, Lufthansa og Air Berlin. Telur Ryanair að greiðslustöðvun Air Berlin hafi verið sett á svið til þess greiða götuna fyrir yfirtöku Lufthansa á félaginu. Telur Ryanair lánveitingu þýskra stjórnvalda vera brot á bæði þýskum og evrópskum samkeppnislögum.

Þýsk stjórnvöld hafa vísað ásökununum á bug og segja ða lánveiting til Air Berlin sé ekki brot á samkeppnislögum.