IFS greining telur að Icelandair standi vel undir því verði sem er á Icelandair á markaði. IFS ráðleggur því fjárfestum að halda bréfum sem  þeir eiga í félaginu.

IFS uppfærði mat sitt á Icelandair eftir að uppgjör þriðja fjórðungs var birt í siðustu viku. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, sagði á uppgjörsfundi á fimmtudaginn að þetta væri besta fjórðungsuppgjör í sögu Icelandair. Uppgjörið sýndi tæplega 8 milljarða króna hagnað á fjórðungnum.

Hlutabréfaverð í Icelandair hefur nífaldast í verði frá því í október 2009. Þá varð það 1,8 á hlut en er nú 16,35 á hlut. IFS telur að sannvirðið sé 16,1.