Í skýrslu rannsóknanefndar Alþingis  kemur fram það álit nefndarinnar að skort hafi á að endurskoðendur sinntu nægilega skyldum sínum við endurskoðun reikningsskila hinna föllnu banka að því er varðar mat á virði útlána, meðferð á hlutabréfaeign starfsmanna og fyrirgreiðslu fjármálafyrirtækjanna til kaupa á hlutabréfum í sjálfum sér.

Margret Flóvenz, endurskoðandi hjá KPMG, telur að a.m.k. í tilfelli Kaupþings eigi þetta álit ekki við rök að styðjast. „Það er mat okkar að endurskoðendur Kaupþings hafi sinnt starfi sínu á fullnægjandi hátt og í samræmi við lög og reglur.  Það er gagnrýnt að reikningsskilin hafi ekki sýnt hvað var í vændum.  Við verðum að gera greinarmun á því annars vegar hvort reikningsskilareglurnar og framsetning reikningsskilanna séu nægilega upplýsandi og skiljanleg fyrir notendur þeirra og svo hins vegar hvort reglurnar hafi verið brotnar og reikningsskillin því röng á mælikvarða reglnanna.  Það síðarnefnda er fljótafgreitt.  Það er ekki komin nein niðurstaða um það hvort reikningsskilin hafi verið röng, slík rannsókn getur tekið langan tíma og það er ekki fyrr en slíkt hefur verið leitt í ljós sem hægt er að leggja mat á ábyrgð viðkomandi endurskoðenda.“

Sjá nánar ítarlegt viðtal við Margréti í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.