Á morgun verður kynntur nýr aðaleigandi að Útgáfufélaginu Birtíngi ehf. sem gefur meðal annars út dagblaðið DV og fréttavefinn dv.is, en þessar fregnir birtust á þeim vef rétt í þessu. Birtíngur ehf gefur einnig út 11 tímarit.

Við eigendabreytingarnar verða formleg eignatengsl við umrædda fjölmiðla ekki lengur fyrir hendi.

Minnihlutaeigendur í Birtíngi eru Elín G. Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs, og ritstjórar DV, Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson.