Bílaframleiðandinn Tesla segist hafa afhent 10.030 nýja bíla á fyrsta fjórðungi 2015. Á sama fjórðungi fyrir ári síðan afhenti bílaframleiðandinn 7.535 bíla, og 32.733 bíla í heildina allt árið.

Áætlanir Tesla gera ráð fyrir því að 55.000 bílar verði afhentir á þessu ári, en Elon Musk stofnandi félagsins er sagður binda vonir við að Model X , sem kemur út síðar á þessu ári, muni skipta talsverðu máli í þessum efnum.

Sala á bílum Tesla hefur aukist hægt og rólega á Bandaríkjamarkaði, þrátt fyrir talsverða lækkun á eldsneytisverði. Hins vegar hefur sala á öðrum mörkuðum ekki gengið sem skyldi. Í Kína neyddist framleiðandinn til að segja upp starfsfólki eftir að hafa tapað 108 milljónum dala á þeim markaði.

Wall Street Journal greinir frá.