Tesla mun hefur lækkað bíla sína um 20-30%. Mesta lækkunin er á Model 3 og Y. Þetta kemur fram í frétt Börsen.

Blaðið tekur tekur dæmi af Model 3. Sá bíll í Standard range útgáfu mun kosta 359.990 dönskum kr. eftir lækkun, en lækkunin nemur um 90 þúsund d.kr. Verðið á bílnum eftir lækkun er því um 7,5 milljónir íslenskra króna.

Þótt Börsen fullyrði að bílar Tesla muni lækka um 20-30% nefnir blaðið ekki dæmi um meiri lækkanir en 20%. Sem er svipað og á öðrum mörkuðum sem Viðskiptablaðið hefur skoðað.

Sérfræðingar sem Börsen ræðir við telja að þetta muni bæði hafa áhrif á verð notaðra bíla Tesla sem og nýja og notaða bíla frá öðrum framleiðendum.