Héraðsdómur rifti í dag sex gjafagerningum, milli Spaðans ehf. og G.M. Einarsson slf. sem fram fóru eftir að fyrrnefnda fyrirtækið hætti starfsemi í ársbyrjun 2010 en áður en það var tekið til gjaldþrotaskipta í desember sama ár. Um var að ræða millifærslu að fjárhæð 3.300.000 krónur og millifærslu á fimm bifreiðum. Um var að ræða Toyota Yaris, Citroén Berlingu, Toyota Hiace og two Renault Kangoo bíla. Sami maður var í forsvari fyrir Spaðann og G.M. Einarsson, Gylfi M. einarsson, múrarameistari.

Var G.M. Einarsson slf. dæmt til að greiða þrotabúi Spaðans 3.850.000 krónur vegna þessara riftu gerninga með dráttarvöxtum. Þá var félaginu gert að greiða málskostnað þrotabúsins, sem metinn var 800.000 krónur.