Hæstiréttur hefur snúið við dómi héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað á um að sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, greiddi þrotabúi gamla Landsbankans rúmar 450 milljónir króna. Málin eru tvö. Í öðru þeirra hljóðaði fjárhæðin upp á rétt rúmar 400 mllljónir króna en í hinu rúmar 50 milljónir .

Málin snúast bæði um rúmlega 450 milljóna króna greiðslu úr gamla Landsbankanum á peningamarkaðsinnláni til Stefnis 9. október árið 2008, rétt eftir að Fjármálaeftirlitið hafði sett skilanefnd yfir starfsemi bankans. Slitastjórn Landsbankans vildi rifta greiðslunum og fékk því framgengt í héraðsdómi í maí í fyrra. Stefnir áfrýjaði hins vegar dóminum og hafði betur í Hæstarétti í dag.