Nancy Pelosi þingforseti fulltrúadeildarinnar og Chuck Schumer leiðtogi meirhluta demókrata í öldungardeildinni tilkynntu á tröppum Hvíta hússins í dag að þau hyggist koma í veg fyrir verkföll starfsmanna lestarfyrirtækja.

Þau segjast ætla keyra frumvarp í gegnum hringið með hraði sem verður byggt á samkomulagi sem Joe Biden Bandaríkjaforseti og starfsmenn Hvíta hússins höfðu frumkvæði af til að leysa deilu lestarstarfsmanna.

Pelosi sagði að þeim væri þvert um geð að setja lög á verkföll en það væri nauðsynlegt.

Forsetinn hefur miklar áhyggjur af því að ef verkföll skella á, sem gæti gerst að öllu óbreyttu á sunnudag, myndi það hafa gríðarmikla röskun á flutningi á fólki og vörum. Hvort tveggja gæti haft vond áhrif á verðbólgu sem hefur ekki verið hærri í tæpa fjóra áratugi.

Komi hins vegar til verkfalls lestarstarfsmanna væri það í fyrsta skipti í 20 ár.