Frakkar þrýsta nú á um að Seðlabanki Evrópu grípi inn í með kraftmeiri hætti en verið hefur enda hefur vaxtakostnaður Frakklands, sem er með þrefalt A í lánshæfismati, farið hækkandi.

„Hlutverk Seðlabanka Evrópu er að tryggja stöðugleika evrunnar en einnig fjármálastöðugleika í Evrópu. Við treystum því að að seðlabankinn muni grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að tryggja fjárhagslegan stöðugleika í Evrópu,“ var haft eftir talsmanni frönsku ríkisstjórnarinnar.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur á hinn bóginn lýst því yfir að þýsk stjórnvöld leggist gegn því að Seðlabanki Evrópu gegni stærra hlutverki við að leysa skuldavandann í Evrópu enda komi samningar sambandsins í reynd í veg fyrir slíkt. Að hennar mati er eina leiðin til að endurvekja traust á mörkuðum fólgin í að hrinda þegar samþykktum efnahagsumbótum í framkvæmd og koma á nánari pólítískri samvinnu innan Evrópusambandsins með því að breyta sáttmála þess.

Nicolas Sarkozy og Angela Merkel.
Nicolas Sarkozy og Angela Merkel.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)