*

föstudagur, 4. desember 2020
Innlent 31. ágúst 2018 12:05

Þjónustujöfnuður jákvæður um 55 milljarða

Þjónustujöfnuður við útlönd fyrri helming ársins 2018 var jákvæður um 89,8 milljarða króna en var jákvæður um 103,6 milljarða á sama tíma árið áður, á gengi hvors árs.

Ritstjórn
Hagstofa Íslands er staðsett í Borgartúni 21a, 105 Reykjavík.
Haraldur Guðjónsson

Heildartekjur af þjónustuútflutningi á öðrum ársfjórðungi 2018 voru, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar, rúmar 175,7 milljarðar króna. Heildarútgjöld vegna innfluttrar þjónustu voru 120,8 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 55 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi en var jákvæður um 61,4 milljarða á sama tíma árið áður, á gengi hvors árs. 

Þjónustujöfnuður við útlönd fyrri helming ársins 2018 var jákvæður um 89,8 milljarða króna en var jákvæður um 103,6 milljarða á sama tíma árið áður, á gengi hvors árs.

Verðmæti þjónustuútflutings hækkar milli ára

Á öðrum ársfjórðungi 2018 var verðmæti þjónustuútflutnings 11,8 milljörðum hærra en á sama tímabili árið áður eða 7,2% á gengi hvors árs. Útflutningur á ferðaþjónustu var 88,2 milljarðar eða 50,2% af heildarútflutningi og var 8,1% hærri en á sama tíma árið áður. Tekjur af samgöngum og flutningum námu 59 milljörðum og hækkuðu um 1,5% miðað við sama tíma árið áður. 

Fyrstu sex mánuði þessa árs var verðmæti þjónustuútflutnings 19,6 milljörðum hærra en á sama tímabili árið áður eða 6,8% á gengi hvors árs. Útflutningur á ferðaþjónustu var stærsti liðurinn, 150,6 milljarðar eða 48,8% af heildarútflutningi og var 8,2 % hærri en á sama tíma árið áður.

Innflutningur vegna ferðalaga eykst á fyrri helmingi ársins

Á öðrum ársfjórðungi 2018 var verðmæti þjónustuinnflutnings 18,3 milljörðum hærra en sama tíma árið áður eða 17,8% á gengi hvors ár. Útgjöld vegna innfluttrar ferðaþjónustu námu 55,5 milljörðum og hækkuðu um 17,5% frá sama tíma árið áður. 

Fyrstu sex mánuði þessa árs var verðmæti þjónustuinnflutnings 33,4 milljörðum hærra en á sama tímabili árið áður eða 18% á gengi hvors árs. Ferðalög voru stærsti liðurinn, 97,5 milljarðar eða 44,6% af heildarinnflutningi og var 20,2% hærri en á sama tíma árið áður.

Stikkorð: Hagstofa Íslands