Þorlákur Runólfsson.
Þorlákur Runólfsson.

Þorlákur Runólfsson, sem var ráðinn framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Straums fjárfestingabanka í byrjun mars, hefur hætt störfum hjá sameinuðu félagi Straums og MP banka. Þetta kemur fram í DV .

Áður starfaði Þorlákur hjá Banque Havilland, sem áður hét Kaupþing í Lúxemborg, frá árinu 2009. Hann var ráðinn til Straums í kjölfar þess að ýmsir lykilstarfsmenn innan bankans höfðu sagt upp störfum.

Í DV er greint frá því að við sameiningu Straums og MP banka hafi Þorlákur ekki fengið stöðu sem yfirmaður í hinum sameinaða banka, hvorki sem framkvæmdastjóri né forstöðumaður.