Íslenska krónan er of lítil til að hægt verði að tryggja hér stöðugleika sem dugir út ævina. Á meðan við höldum í hana munu lífskjör rýrna þar sem fjármálakerfið verður dýrara í rekstri og er það nógu dýrt fyrir.

Við getum hins vegar stungið höfðinu í sandinn og talið okkur trú um að við getum afnumið verðtrygginguna og haldið í krónuna á sama tíma.

Það er ekki hægt, verðtryggingin verður við lýði svo lengi sem krónan er þjóðargjaldmiðillinn, að mati Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands.

Hann hélt erindi í gær á opnum fundi BSRB um kosti og galla verðtryggingar innar.

Fram kom í máli Þórólfs að verðtryggingin sé tæki til að draga úr lántökukostnaði. Án hennar verði að endurskoða vexti á lánum á þriggja mánaða fresti.