Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og aðrir fulltrúar fyrirtækisins eru væntanlegir á fund bankaráðs Seðlabanka Íslands síðar í dag. Þetta staðfestir Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs og viðskiptafræðingur í samtali við Viðskiptablaðið.

Tilefni fundarins er að bankaráðið er að undirbúa að svar til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna spurninga hennar í tengslum við Samherjamálið.

„Við viljum fá að heyra sjónarmið Samherja í þessu máli, þess vegna buðum við þeim á fund bankaráðs síðar í dag," segir Gylfi í samtali við Viðskiptablaðið.

Í bankaráði Seðlabankans sitja:

  • Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði og fyrrverandi ráðherra, formaður.
  • Þórunn Guðmundsdóttir, varaformaður.
  • Sigurður Kári Kristjánsson
  • Frosti Sigurjónsson
  • Bolli Héðinsson
  • Una Marín Óskarsdóttir
  • Jacqueline Clare Mallet.