Guðlaugur Þór þórðarson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd, mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu þegar þriðja umræða um það hófst rétt fyrir hádegi í dag. Hann sagði að verulega breytingar hefu verið gerðar á frumvarpinu í meðferð þingsins. „Það er sjálfstæði þingsins í raun,“ sagði hann.

Guðlaugur Þór Þórðarson sagði að frumvarpið gerði ráð fyrir 10 milljarða hækkun á framlögum til heilbrigðismála. Styrkur til eldri borgara og öryrkja væri aukinn með því að falla frá skerðingum.

„Við erum að breyta hér um skattastefnu,“  sagði Guðlaugur enn fremur og sagði einnig að úrræði í skuldamálum væru stór. Í meðferðum þingsins hefði svo náðst góð samstaða um aukin skatt á fjármálafyrirtæki.