Gert er ráð fyrir að um 30% af veltu Verkfræðistofu Suðurlands Selfossi komi utan Íslands á árinu. Gangi það eftir verður þetta sama hlutfall og í fyrra.

Verkfræðistofa Suðurlands hefur um margra mánaða skeið verið með verkefni í Noregi og unnið við gerð jarðganga og gagnaver.

Páll Bjarnason, framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar, segir í samtali við Sunnlenska fréttablaðið sem kom út í dag, að stofan hafi nýverið lokið við verkefni í Tansaníu. Hann á von á að verkefnin verði fleiri þar.

Verkfræðistofan var stofnuð árið 1973. Árið 2008 eignaðist Línuhöfnun, síðar EFLA, verkfræðistofuna.