Facebook er víðfeðmasti félagsmiðill heims, með 2,4 milljarða notenda. Aðrir, eins og Youtube, Whatsapp, Wechat og Instagram eru með meira en milljarð notenda.

Þetta eru magnaðar tölur. Í heiminum búa um 7,7 milljarðar manna, en talið er að um 3,5 milljarðar séu ánetjaðir netinu. ⅓ mannkyns er á félagsmiðlum og ⅔ netverja.

Hlutirnir geta gerst hratt, TikTok var aðeins stofnað haustið 2016 en mitt síðasta ár var um hálfur milljarður á þess snærum. En eftir sem áður kemst enginn nálægt Facebook, bæði í fjölda, fjölbreytilegu efni og virkri notkun notendanna.