Þrír nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við Lind fasteignasölu, en samtals búa þau yfir ríflega 50 ára reynslu í faginu. Þá hefur fasteignasalan stofnað sér atvinnuhúsnæðisdeild. Stofnandi og yfirmaður þeirrar deildar er einn nýju liðsmannanna, Ísak V. Jóhannson, sem er með yfir 20 ára reynslu í sölu atvinnuhúsnæða. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Ísak hefur komið að rekstri fasteignasölu síðan árið 2000. Bæði stofnað til og aðstoðað við stofnun. Sömu sögu er að segja um Viðar Marinósson, sem er með yfir 25 ára reynslu á íslenskum fasteignamarkaði.

Sigrún Ragna Sigurðardóttir hefur einnig hafið störf hjá Lind. Í tilkynningunni segir að hún sé reynslubolti og hafi getið sér góðs orðspors síðastliðin ár. Hún einblíni mest á Suðurnesin.