Rannsókn breskrar stofnur sem vinna með skuldsettum einstklingum og fyrirtækjum leiddi í ljós að um 60% Breta hafa áhyggkur af skuldastöðu sinni en könnunin tók tvö þúsund manna úrtaks. Samkvæmt henni fleyta um þrjár milljónir Breta sér áfram dag frá degi með svokölluðum skyndilánum, sem eru með svimandi háum vöxtum. Um 45% áttu í mestu vandræðum með að láta launin duga fram að mánaðamótum og hafa áhyggjur Breta af eigin fjármálum ekki mælst vera meiri í annan tíma.

Meðlaupphæð skyndiláns er um 300 pund (55 þúsund krónur) en menn greiða yfirleitt á bilinu 13 til 18 pund af hverjum 100 pundum sem fengin eru að láni með þessum hætti sem táknar að árlegir vextir geta verið á bilinu eitt til tvö þúsund prósent.