Hugræn atferlismeðferð við svefnleysi getur allt að tvöfaldað virkni meðferðar við þunglyndi, að því er nýjar rannsóknir benda til. Greint er frá þessu í New York Times.

Aðferðin, sem er tiltölulega ný af nálinni, byggir á hinni gamalreyndu hugrænu atferlismeðferð, en beinist að því að hjálpa þeim sem erfitt eiga með svefn.

Þunglynt fólk þjáist gjarnan af svefntruflunum og benda rannsóknirnar til að þegar baráttan við svefnleysið heppnast getur það aukið mjög virkni þunglyndislyfja.