Forstjóri Kauphallarinnar hefur sagt að staðan á gjaldeyrismarkaðnum sé „sjálfskaparvíti“ og hefur stungið upp á því að opnað verði fyrir þátttöku fleiri aðila á gjaldeyrismarkaði og gegnsæi aukið með því að aðilar á markaðinum geti lagt fram tilboð í tilboðabækur með sama hætti og gerist á verðbréfamarkaði.

Í svari við skriflegri fyrirspurn Viðskiptablaðsins segir Seðlabanki Íslands að bankinn hafi skoðað hugmyndir af þessu tagi en afstaða bankans hafi hins vegar ekki verið mótuð enda sé „best að þessar hugmyndir verði meltar betur af hálfu markaðsaðila og síðan teknar til skipulegrar athugunar þegar þær kunna að hafa þroskast betur“.



Már Guðmundsson - Seðlabankastjóri
Már Guðmundsson - Seðlabankastjóri
© BIG (VB MYND/BIG)