Enn er unnið að samningum um fjármögnun Vaðalheiðarganganna. Þetta hefur tafið samningsgerð við verktaka.

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Kristínu H. Sigurbjörnsdóttur, stjórnarformanni Vaðlaheiðarganga hf., að gert sér ráð fyrir hluthafafundi um miðjan ágúst eða í ágústlo. Þá verði gerð hlutafjáraukning og verður þá líklega töluverð breyting á félaginu þar sem þá munu norðanmenn ráða meirihluta hlutafjár félagsins.

Samkvæmt Oddnýju Harðardóttur er unnið að því að ganga frá samningunum og telja báðir aðilar mikilvægt að því ljúki sem fyrst. Oddný segir vinnuferlið mótað út frá lögunum og taki það meðal annars á því að yfirvöld þurfi að fá tryggingu fyrir að eigið fé félagsins standist.