Það er eins og fólk hafi ekki áttað sig á því að það mætti mótmæla tollinum,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur.

Páll Rúnar rak meðal annars mál Skakkaturns ehf. gegn íslenska ríkinu þar sem deilt var um tollflokkun á iPod touch lófatölvunni.

Páll Rúnar M. Kristjánsson
Páll Rúnar M. Kristjánsson
Hæstiréttur staðfesti 10. ágúst síðastliðinn úrskurð héraðsdóms þar sem fallist var á beiðni Skakkaturns um dómkvaðningu matsmanns til að meta hvort iPod touch uppfylli skilyrði til tollflokkunar sem gagnavinnsluvél. Mál sem þessi geta skipt sköpum við verðlagningu á íslenskum markaði.

Páll Rúnar segir niðurstöðu hæstaréttar í máli Skakkaturns þýðingarmikla. „Þetta þýðir að það er hægt að fá dómkvadda matsmenn til að meta hvort ákveðnum tæknilegum skilyrðum er uppfyllt, í stað þess að tollurinn geri það einhliða. Þetta getur verið mjög þýðingarmikið vopn í höndum þeirra sem eiga í deilum við embættið,“ segir Páll Rúnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.