Fjárfestar á meginlandi Evrópu telja sig sjá vonarglætu eftir birtingu niðurstöðu væntingarvísitölu Ifo-stofnunarinnar í Þýskalandi í dag. Vísitalan, sem mælir væntingar forkólfa í þýsku viðskiptalífi, stendur nú í 106,6 stigum sem er 0,2 punkta hækkun frá í október. Væntingar hafa ekki verið betri í tæpt hálft ár, sem er þvert á það sem meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á.

Bloomberg hefur eftir Markus Steinbeis, forstöðumanni eignastýringar hjá þýska fjármálafyrirtækin Unterföhring, að undrun sæti hversu vel væntingarvísitalan haldi sjó miðað við ástandið á evrópskum mörkuðum.

Breska FTSE-vísitalan hefur það sem af er dags hækkað um 0,23%, DAX-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 1% og CAC 40-vísitalan í Frakklandi farið upp um 0,97%.