Breska fjarskiptafyrirtækið Virgin Media hefur staðfest að tilboð hafi verið lagt fram í fyrirtækið og að nú væri verið að fara yfir það. Samkvæmt heimildarmönnum er það fjárfestingarfélagið Carlyle sem leggur tilboðið fram og mun það hljóða upp á 500-625 milljarða króna, en Virgin Media skuldar um 750 milljarða króna. Virgin Media er skráð á Nasdaq kauphöllina í New York, þrátt fyrir að starfa einungis í Bretlandi. Fyrirtækið hækkaði um 16% í kjölfar fregna af yfirtökuboðinu.