Sérfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu DB Securities í Varsjá segir að tilboð Novator Telecom Poland, sem er stjórnað af Björgólfi Thor Björgólfssyni, sé rausnarlegt.

Í samtali við Reuters fréttastofuna segir sérfræðingurinn, Krzysztof Kaczmarczyk: ?Þetta kom á óvart ? Tilboðið er rausnarlegt í ljósi þess að markaðsvirði Netia hefur hækkað um 25% á síðustu vikum."

Tilboð Novators er 8% yfir verði hvers hlutar við lokun markaðar á föstudag eða 6,15 pólsk zloty. Hluthafar í Netia geta gengið að tilboði Novator frá 29. desember til 13 janúar 2006.

Novator Telecom Poland hefur gert tilboð í 13% hlut í Netia og stefnir að því að eignast um 25% af hlutafé félagsins. Markaðsvirði þess hlutar er nærri 150 milljónum evra eða um 12 milljarðar íslenskra króna, segir í tilkynningu frá Novator.