Færeyska olíufyrirtækið Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] hefur tilkynnt að nýjar tilraunaboranir á Chestnut-svæðinu undan austurströnd Bretlandseyja væru hafnar, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Greiningardeild Landsbankans bendir á að nýja tilraunasvæðið, South Chestnut, sé á svipuðum slóðum og félagið fann olíu fyrir um tveimur árum.

Ef tilraunaboranirnar skila tilsettum árangri komi það til með að bæta afköst Chestnut-svæðisins umtalsvert.

Félagið hækkaði um 2,5% í gær, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.