Nú er sá tími ársins genginn í garð þegar búast má við árlegum inflúensufaraldri. Inflúensan geisar hér á veturna á hverju ári en getur verið misalvarleg eins og kemur fram á síðu Landlæknis. Bólusetningin er besta vörnin, getur verið allt að 60-70% vörn og getur komið í veg fyrir alvarlega sýkingu.

Bólusetningar eru í höndum heilsugæslunnar og annarra sjúkrastofnana og ýmis fyrirtæki hafa tekið að sér bólusetningu starfsmanna. Allir einstaklingar 60 ára og eldri, börn og fullorðnir sem þjást af illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum, heilbrigðisstarfsmenn sem annast sjúklinga í áhættuhópum og barnshafandi konur eru taldar vera í áhættuhópi og fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu.