Eftirspurn eftir hlutabréfum hefur vaxið mikið í skugga gjaldeyrishafta, svo virðist sem fjárfestar geri háa ávöxtunarkröfu til íslenskra hlutabréfa og gæti tími ódýrra hlutabréfa brátt heyrt sögunni til.

Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá Virðingu, skrifar um málið í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins sem kom út á milli jóla og nýárs. Hann bendir m.a. á það í greininni að sökum þess gjaldeyrishöftin loki hagkerfinu þá sé líklegt að enn meira fjármagn muni beinast að hlutabréfamarkaði.

Hann bætir við að þetta sérkennileg staða sé komin upp á hlutabréfamarkaði:

„Svokallaður útboðsafsláttur er ef til vill horfinn þegar horft er til síðustu nýskráninga Eimskips og Vodafone. Sú sérkennilega staða gæti orðið að uppbygging hlutabréfamarkaðar á Íslandi fari fram án beinnar aðkomu almennings. Það er nokkuð sem seljendur, kaupendur og markaðsaðilar verða að hafa í huga.“

Hér má lesa grein Eggerts .