*

laugardagur, 31. október 2020
Frjáls verslun 1. júní 2018 07:01

Tíu tekjuhæstu forstjórarnir 2017

Nýtt tekjublað Frjálsrar verslunar kom í verslanir í morgun þar sem finna má tekjur tæplega 4.000 Íslendinga.

Ritstjórn
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag.

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen var tekjuhæsti forstjóri landsins og námu tekjur hans að jafnaði 25,8 milljónum króna á mánði samkvæmt álagningaskrám ríkisskattstjóra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Í blaðinu má finna upplýsingar um tekjur tæplega 4.000 Íslendinga.

Þá námu tekjur Tómasar Sigurðssonar, forstjóra Alcoa að jafnaði 15 milljónum króna á mánuði. Næstir koma Valur Ragnarsson, forstjóri Medis, með tæpar 15 milljónir króna tekjur á mánuði og Grímur Sæmundsen, fortstjóri Bláa lónsins með að jafnaði tekjur upp á 10,3 milljónir króna á mánuði.

Tíu tekjuhæstu forstjórarnir árið 2017

  1. Vilhelm Róbert Wessman, forstjóri Alvogen 25.815
  2. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa 15.096
  3. Valur Ragnarsson, forstjóri Medis 14.882
  4. Grímur Karl Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins 10.345
  5. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar 7.513
  6. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels 7.233
  7. Rannveig Rist, forstj. Rio Tinto Alcan á Íslandi 6.745
  8. Finnur Árnason, forstjóri Haga 6.225
  9. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipa 5.857
  10. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls 5.544

Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjur á árinu 2017 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa á fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði.