845 áætlunarferðir voru farnar frá Keflavíkurflugvelli í nóvember. Öll flugfélög sem fljúga til Íslands fjölguðu ferðum sínum miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á ferðavefnum túristi.is .

Hlutfallsleg aukning er langmest hjá EasyJet, en flugfélagið hefur nær þrefaldað flugfjöldann milli ára. Umsvif EasyJet eru nú 10,8% af öllum flugum um Keflavíkurflugvöll en hlutfallið var 4,6% á sama tíma í fyrra. Dregið hefur saman með EasyJet og WOW Air, en hlutur WOW er 13% nú en var 14,3% í fyrra.

Þrjár af hverjum fjórum flugferðum í nóvember í fyrra voru á vegum Icelandair en í ár var hlutfallið 67,8%.

Hlutur SAS er 3,3% og hlutur Norwegian 2,6%.