Það hljómar ótrúlega að tjalda í sprungu á Þingvöllum eða lengst uppi á jökli. Það hika þó systurnar í New Moments ekki við að gera og skipuleggja ferðir, uppákomur, veislur og annað, hvar sem verða vill. „Er ekki vel viðeigandi að við hittumst á Slippbarnum, það er nú hluti af hóteli líka,“ segir Sigrún Nikulásdóttir, einn eigenda, þegar blaðamaður hringir til að óska eftir viðtali.

Skrifstofa New Moments var varla í boði.

„Það sést varla í gólfið, við höfum staðið í stórræðum við að undirbúa komu hóps hingað,“ segir Sigrún sposk.

Hamfarir í dularbúningi

Ferðaskrifstofan New Moments var stofnuð á því örlagaríka ári 2008. Sigrún Nikulásdóttir á þriðjung í fyrirtækinu á móti systur sinni Sólveigu Nikulásdóttur og Guðmundi Ásgeirssyni framkvæmdarstjóra. Sigrún er þó enginn nýgræðingur í bransanum því hún átti áður hlut í jeppaferðafyrirtæki sem stofnað var árið 1996.

„Við stofnuðum fyrirtækið árið 2008. En þá kom hrun og svo eldgos þannig að þetta tekur sinn tíma. En við höfum verið í stöðugum vexti sem heldur vonandi áfram.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.