*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 12. maí 2013 11:49

Tjaldvagnar undir milljón

Tjaldvagnar og hjólhýsi kosta frá 500 og allt upp í 3,5 milljónir. Notaðir húsbílar fara á um 6,5 milljónir og upp úr.

Gísli Freyr Valdórsson
Haraldur Guðjónsson

Hægt er að fá vel með farna og notaða tjaldvagna á verðbilinu 500- 900 þúsund krónur. Notuð fellihýsi eru þó dýrari, allt frá um milljón krónum upp í tvær milljónir, en algengt verð fyrir notað fellihýsi er um 1.500 - 1.700 þúsund krónur.

Hjólhýsin eru eins og gefur að skilja nokkuð dýrari, en algengt verð fyrir notað hjólhýsi er um 3,5 milljónir króna. Þó er hægt að fá minni hjólhýsi fyrir minni pening en hér er rétt að taka fram að til eru fjölmargar tegundir af hjólhýsum sem bjóða upp á mismikið gistirými og önnur þægindi.

Í framhaldi af þessum pælingum má taka fram að einnig er hægt að fá notaða húsbíla fyrir litlar 6,5 milljónir króna og upp úr. Mjög lítið hefur verið flutt inn af húsbílum síðustu ár en markaður með notaða húsbíla er nokkuð virkur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.