FIH Erhversbank stefnir að því að ná til sín 25 þúsund viðskiptavinum í innlánaviðskiptum í gegnum Netbank Privat.

FIH Erhvervsbank, dótturbanki Kaupþings, er fjórði stærsti banki Danmerkur en hefur til þessa haft þá sérstöðu meðal stærstu bankanna að sinna einvörðungu fyrirtækjum og atvinnulífinu.

En nú er það að breytast og bankinn hefur opnað banka á netinu, Netbank Privat, sem býður mjög samkeppnisfæra vexti á innlánsreikningum fyrir einstaklinga en kynning á starfsemi bankans hófst formlega í gær.

Opnun hans er aðeins fyrsta skref FIH inn á viðskiptabankamarkaðinn og er stefnt að því að bankinn verði alhliða viðskiptabanki innan fárra ára.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .