TM hefur keypt þrjár milljónir eigin hluta fyrir 85,6 milljónir króna síðan endurkaupaáætlun félagsins var hrint í framkvæmd 2. maí síðastliðinn. Þetta svarar til 14,3% af þeim eigin hlutum sem TM má kaupa að hámarki.

Fram kemur í tilkynningu frá TM að félagið eigi nú 0,39% af heildarhlutafé félagsins.

Um endurkaupaáætlunina segir svo í tilkynningu:

„Samkvæmt endurkaupaáætluninni verða að hámarki keyptir 21.000.000 hlutir og fjárhæð endurkaupanna verður aldrei meiri en 600 milljónir króna. Framkvæmd endurkaupaáætlunar lýkur á aðalfundardegi félagsins 2015 en þó aldrei síðar en 31. mars 2015 ef kaupum samkvæmt áætluninni verður ekki lokið áður. Endurkaupáætlunin er framkvæmd í samræmi við II. kafla viðauka reglugerðar nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik.