*

föstudagur, 28. janúar 2022
Fólk 22. mars 2021 14:10

Tobba Marínós frá DV í granólað

Tobba Marínós er hætt sem ritstjóri DV til að einbeita sér að framleiðslu granóla sem hún hefur staðið í síðustu ár.

Ritstjórn
Tobba Marínós tók við starfi ritstjóra DV í fyrra af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur. Hún hefur nú sagt því lausu til að einbeita sér að eigin rekstri.
Aðsend mynd

Tobba Marínósdóttir hefur sagt starfi sínu sem ritstjóri DV lausu til að einbeita sér alfarið að matvælarekstri.

Tobba hefur gegnt starfinu hjá DV frá því síðasta vor, en samhliða því hefur hún síðustu ár framleitt og selt granóla.

„Nú er svo komið að ég get ekki lengur sinnt því aðeins á kvöldin. Ég mun hella mér alfarið út í rekstur á Náttúrulega Gott og Granólabarnum sem opnar vonandi í næsta mánuði,“ er haft eftir henni í frétt Vísis um málið.

Stikkorð: DV Tobba Marínós