Bíó Paradís hefur tekist að fjármagna 4,5 milljóna, eða 30 þúsund evrur, framkvæmdir til að bæta aðgengi fólks í hjólastólum á Karolina Fund.

Aðgengi fólks í hjólastólum hefur verið ábótavant í bíóinu og ákváðu forsvarsmenn kvikmyndahússins að leita aðstoðar almennings með miða og kortasölu til að klára fyrsta áfanga og tryggja aðgengi fatlaðra. Tæplega 800 manns hafa lagt verkefninu lið.

Enn er fjórir tímar áður en tíminn er liðinn á síðu Karolina Fund, en hefði takmarkið ekki náðst fyrir tímamarkið hefðu allir þátttakendur verið lausir við skuldbindingar sínar.

Sjálfseignastofnunin Heimili kvikmyndanna  rekur Bíó Paradís. Á vef bíósins segir að Bíó Paradís sýni nýjar áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heimshornum auk eldri mynda erlendra, hýsir kvikmyndahátíðir og stendur fyrir fjölbreyttum kvikmyndatengdum viðburðum. Reglulegar sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir börn og unglinga fara fram í húsinu, þar sem markmiðið er að efla áhuga, þekkingu og menntun á kvikmyndalist.

Hér má sjá heimasíðu bíósins.