Það hefur vafist fyrir fjölmiðlum að finna sér rekstrargrundvöll eftir að netið kom til sögunnar. En það á líka við um miðla á netinu, sem hafa fæstir verið mjög ábatasamir.

Flestir miðlar á netinu voru ókeypis frá upphafi í von um markaðshlutdeild, en auglýsingatekjur hafa sjaldnast hrokkið til. Því er mögulega til marks um aukinn þroska á markaði, að áskriftir hafa færst mjög í aukana. Það er þó mjög misjafnt eftir miðlum, sjónvarpsstöðvar reyna það ekki og hreinir netmiðlar varla. En prentmiðlar á netinu virðast eiga auðveldara með það, sem bendir til þess að virðisauki sjónvarpsefnis sé takmarkaður.