Þegar horft er til aðsóknar að sinfóníutónleikum hljóta allir að fagna. Hún hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, svo nú eru að jafnaði 80.000 tónleikagestir á ári. Hér áður var aðsóknin mun hvikulli ár frá ári, yfirleitt í námunda við 45.000 gesti á ári. Það er nærfellt tvöföldun á gestafjölda.

Auðvelt væri að þakka Hörpu þetta, en það stenst illa, því hún var ekki opnuð fyrr en á miðju ári 2011. Þessi þróun var hafin 2009.

Sinfónían naut verulegs örlætis helstu gosa bólunnar, en þess sér varla stað í aðsókn. En getur hugsast að eftir hrun hafi eftirsókn eftir annars konar verðmætum en hinum peningalegu aukist?

Af sama leiðir að rekstur Sinfóníunnar hlýtur að hafa batnað verulega og skattgreiðendur hlakka vafalaust til þess að aðstoð þeirra geti rénað.