Á Íslandi eru pólitískar fréttir óvenju stór hluti allra frétta, en í kosningabaráttu keyrir um þverbak. Þá er hins vegar ástæða til þess að líta til hlutfallslegrar umfjöllunar um framboðin.

Það er auðvitað gömul saga og ný að stjórnarflokkarnir njóta verulegs forskots í dálksentimetrum vegna þess að þeir halda um valdataumana. Á móti kemur að allar þær fréttir eru ekki endilega fréttir, sem þeir myndu sækjast eftir. Sumar raunar þannig vaxnar að flokkarnir myndu fremur kjósa ekkert umtal en illt!

Af flatarritinu að ofan má sennilegast helst draga þá ályktun að eftir því sem nær dregur kjördegi fái stjórnarandstaðan aukið rými. Ekki jafnt, en mjög í áttina.