*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 6. október 2014 12:30

Tölfræði fjölmiðla: Lófatölvur ryðja sér til rúms

Ör aukning er í fjölmiðaneyslu á lófatölvum: snjallsímum og spjaldtölvum á borð við iPad.

Ritstjórn

Enn eru tíndar til tölur frá Bandaríkjunum, en þó svo að fjölmiðlaumhverfið þar sé á margan hátt sérstakt, þá finna Íslendingar líkt og aðrar þjóðir fyrir sömu markaðshneigðum og vart verður við vestra, bara nokkrum árum síðar.

Sem sjá má er ör aukning í fjölmiðlaneyslu á lófatölvum: snjallsímum og spjaldtölvum á borð við iPad. Undraskjót raunar, en hún er nánast hrein viðbót við fyrri neyslu, aðrar gerðir miðla standa býsna mikið í stað. Nema prentmiðlarnir, þeir hafa dalað mjög samkvæmt þessari mælingu sem öðrum á fjölmiðlaneyslu vestra.

Þessi þróun er raunar enn merkilegri þegar haft er í huga að tilraunir til þess að búa til sérstaka miðla fyrir lófatölvur hafa ekki gengið sérlega vel. Hvernig ætli útlitið verði eftir nokkur ár, þegar þeir miðlar hafa náð meiri þroska?