*

föstudagur, 7. ágúst 2020
Erlent 11. janúar 2020 17:05

Tölfræði fjölmiðla: Ófrjáls pressa

Nánast jafnmargir blaðamenn hafa verið fangelsaðir í Tyrklandi og Kína þrátt fyrir að landið er 17 sinnum minna.

Ritstjórn
vb.is

Víða er þjarmað að fjölmiðlum og sums staðar svo, að blaðamenn þurfa að óttast um líf sitt og frelsi. Að ofan sést í hvaða löndum flestir blaðamenn eru fangelsaðir.

Þar skera Kína og Tyrkland sig mjög úr, en þá þarf að hafa í huga að Kína er 17 sinnum fjölmennara land, svo hlutfallslega má segja að Tyrkland sé enn verra en Kína að þessu leyti.

Tölur þessar segja mikla sögu um afstöðu stjórnvalda til prentfrelsis, en fleira getur á bjátað. Á þessum lista eru t.d. hvorki Afganistan, Sýrland né Mexíkó, þar sem fjöldi blaðamanna er drepinn eða hverfur af völdum óaldarlýðsi á ári hverju.