Fjölmiðlar um heim allan reyna í óða önn að bregð­ast við tækninýjungum og breyttum neysluvenjum. Samkeppni netmiðla var þannig mætt með eigin netmiðlum, sem nú orðið hafa yfirleitt nokkurt forskot á hreina netmiðla.

Á hinn bóginn hefur það vafist fyrir miðlunum að búa til áreið­anlegt og ábatasamt tekjukerfi. Auglýsingar skila sínu, en af ýmsum ástæðum þykir eftirsóknarvert að miðlarnir séu ekki aðeins upp á auglýsendur komnir, heldur njóti einnig aðhalds neytenda.

Tölur í nokkrum vestrænum löndum benda hins vegar til þess að almennt séu neytendur ekki á þeim buxunum, sem hlýtur að vera miðlunum áhyggjuefni.