Fjölmiðlar þurfa að hafa allar klær úti í samkeppni um athygli almennings og á netöld er nauðsynlegt að ná beinni tengingu við lesendur til að vekja og viðhdalda áhuga þeirra.

Félagsmiðlar eru sérdeilis góðir til þess arna, en samkvæmt athugun Pew-stofnunarinnar eru allir fjölmiðlar vestanhafs með opinbera viðveru á Facebook og Twitter, langflestir á Youtube og Instagram, en mun færri hafa tileinkað sér Snapchat.

Hitt er ekki síður athyglisvert, hve fréttabréf (reglubundinn tölvupóstur) eru algeng leið til þess að virkja lesendur. Notkunin á Apple News appinu er jafnframt gríðaralgeng og viðbótarefni í hlaðvarpi mjög vinsælt (ekki síst í ferðum í og úr vinnu). Loks eru það athugasemdir við fréttir og greinar, en 61% miðla leyfir þeim virku að sprikla. Með misjöfnum árangri.