Breska fyrirtækið Upland Entertainmet Investments og Brú Venture Capital hafa hvor um sig keypt 10% hlut í CAOZ, en fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu tölvugerðra teiknimynda fyrir alþjóðamarkað, segir í fréttatilkynningu.

Auk þess munu fyrirtækin tvö taka þátt í fjármögnun á sjónvarpsþáttaröð sem CAOZ er með í undirbúningi.

CAOZ vinnur að nýrri teiknimynd eftir handriti Sjón sem nefnist Anna og skapsveiflurnar og verður myndin frumsýnd síðar á árinu.

Meðal leikradda í myndinni má nefna Terry Jones, Damon Albarn og Björk.

Hin nýja sjónvarpsþáttaröð sem gengur undir vinnuheitinu Anna Young var fyrst kynnt á Cartoon Forum í Danmörku síðast liðið haust.

Í framhaldi af því hafa viðræður átt sérstað við evrópsk framleiðslufyrirtæki vegna meðframleiðslu á fyrstu þáttaröðinni um Önnu Young.

Stefnt er að fyrstu þættirnir munu verða tilbúnir til sýninga í lok ársins 2007.

CAOZ framleiddi og markaðssetti fyrstu íslensku tölvugerðu teiknimyndina, Litla lirfan ljóta. Hún var frumsýnd árið 2002.

Upland Entertainment Investments sérhæfir sig í fjármögnun og framleiðslu kvikmynda. Upland einnig með skrifstofur í Svíþjóð og Belgíu.

Brú Venture Capital fjárfestingarfélag sem fjárfestir í óskráðum og hraðvaxandi fyrirtækjum. Félagið er í eigu lífeyrissjóða ásamt Straumi-Burðarás Fjárfestingarbanka.