Síðastliðinn þriðjudag barst tilkynning frá Kauphöll um að Arion banka hafi láðst að tilkynna viðskipti sökum tæknilegra annmarka. Til viðskiptanna hafi verið efnt frá febrúar til loka nóvember og þau skráð eftir tilkynningu síðasta þriðjudag.

Í gær tilkynnti Kauphöllin síðan að ákveðið hafi verið að fella viðskiptin niður. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka var í fyrstu talið að kauphöllinni hafi ekki borist upplýsingar um viðskiptin, alls um 10 milljarða króna, vegna tæknivandræða. Því hafi kauphöllin verið látin vita sem skráði viðskiptin.

Í gær kom síðan í ljós að talan var ofreiknuð um nærri 10 milljarða og eingöngu átti að tilkynna um 500 milljóna viðskipti. Eftir leiðréttinguna nema viðskipti dagsins 7. desember rúmlega 30 milljörðum króna, samkvæmt Kauphöll Íslands.